Öll börn fá skólamáltíðir
Vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur til í grunnskólum og þeirra áhrifa sem þær hafa haft á framkvæmd skólamáltíða hafa Reykjanesbær og Skólamatur átt gott samtal.
Ákveðið hefur verið:
Að allir nemendur í grunnskólum fái einfalda máltíð á þeim dögum sem þeir eru í skólanum frá og með 23. mars og á meðan á takmörkun á skólahaldi stendur
engir reikningar verða sendir út fyrir apríl eða á meðan á takmörkuninni stendur.
Þeir reikningar sem foreldrar hafa greitt vegna áskrifta í mars verða endurreiknaðir frá og með 16. mars. Nánari útfærsla verður kynnt um leið og hún liggur fyrir.
Það er því ekki þörf á því að segja upp áskrift hjá Skólamat vegna þessarar takmörkunar sem nú er á skólahaldi.
Skólamatur hefur unnið hörðum höndum að því að aðlaga sig að breyttum aðstæðum til þess að geta áfram boðið nemendum upp á hollan og fjölbreyttan mat.
Matseðil má finna á heimasíðu Skólamatar: www.skolamatur.is
Skólamatur vill jafnframt koma á framfæri þakklæti fyrir þann skilning sem nemendur og foreldrar hafa sýnt fyrirtækinu síðustu daga.