Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 19. mars 2002 kl. 08:47

Öll 10 ára börn á Suðurnesjum taka á móti nýrri þotu

Öll 10 ára börn á Suðurnesjum taka á móti nýrri þotu Icelandair þegar hún kemur til landsins nú á eftir. Þotan er tíunda þotan í flota Icelandair og er tæknilega mjög fullkomin.Þotan er sú stærsta sem Icelandair tekur í þjónustu sína en vélin tekur 228 manns í sæti. Vél af þessari stærð gæti tekið 280 farþega en ákveðið var við innréttingu vélarinnar að hafa rúmt á milli sæta í vélinni.
Búist er við allt að 600 manns í móttökuathöfn vélarinnar á Keflavíkurflugvelli á eftir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024