Olíutunnum stolið
Tveimur olíutunnum var stolið í fyrradag frá verkstæði í Reykjanesbæ. Þeir sem þarna voru á ferð létu ekki þar við sitja heldur stálu kerru af staðnum til að flytja tunnurnar á.
Starfsmaður verkstæðisins veitti því athygli, þegar hann kom til vinnu, að búið var að færa til olíutunnur á staðnum. Sá hann fljótlega hvers kyns var og að olíuþjófarnir höfðu komist inn á svæðið, þar sem tunnurnar voru geymdar, með því að klippa sundur lás.