Olíumengun í Grindavíkurhöfn
Olía lak úr skipi sem lá við festar í Grindavíkurhöfn sl. föstudag. Hafnarvörður hellti olíueyði í höfnina og náði að eyða mengunarvaldinum að mestu. Þegar farið var að grennslast fyrir um orsakir slyssins, kom í ljós skipverjar höfðu verið að þrífa gólfið í vélarrúminu skömmu áður. Gólfið var síðan lensað en olían fór þá út með kjölvatninu og myndaði stóran flekk í höfninni.