Olíumengun fannst í fjörunni við Wilson Muuga
Starfsmenn Náttúrufræðistofu Reykjaness fundu talsverða olíumengun í fjörunni við Wilson Muuga nú síðdegis þegar þeir gengu fjörur á Hvalsnesi. Hugsanlegt er að þar sé að finna örsök þeirrar olíumengunar sem hundruð sjófugla lentu nú um helgina og sést hafa meðfram ströndum við Garðskaga. Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja hefur verið gert viðvart og munu fulltrúar þess fara á staðinn í fyrramálið og meta aðstæður.
Að sögn starfsmanns hjá Náttúrufræðistofu virðist nokkur olía hafa borist upp á land og sest í tjarnir ofan við fjörukambinn. Hann treysti sér þó ekki til að meta umfang mengunarinnar, það yrði að metast af þeim aðilum sem til þess hefðu sérþekkingu.
Að sögn Hilmars Braga Bárðarsonar, fréttamanns Víkurfrétta sem nú er á vettvangi, má greinilega sjá dökka olíuslikju yfir umtalsverðu svæði við tjarnirnar.
Símamynd: HBB
Olía hefur borist á land og sest í og kringum þessar tjarnir sem myndst ofan við fjörkambinn.
Að sögn starfsmanns hjá Náttúrufræðistofu virðist nokkur olía hafa borist upp á land og sest í tjarnir ofan við fjörukambinn. Hann treysti sér þó ekki til að meta umfang mengunarinnar, það yrði að metast af þeim aðilum sem til þess hefðu sérþekkingu.
Að sögn Hilmars Braga Bárðarsonar, fréttamanns Víkurfrétta sem nú er á vettvangi, má greinilega sjá dökka olíuslikju yfir umtalsverðu svæði við tjarnirnar.
Símamynd: HBB
Olía hefur borist á land og sest í og kringum þessar tjarnir sem myndst ofan við fjörkambinn.