Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Olíuleki í Sandgerðishöfn
Þriðjudagur 21. febrúar 2006 kl. 15:26

Olíuleki í Sandgerðishöfn

Megna olíulykt lagði yfir hafnarsvæðið í Sandgerði og nánasta umhverfi í dag en olía hafði lekið í sjóinn í höfninni. Ekki er vitað hver sök eigi á olíulekanum en hafnarstarfsmenn Sandgerðishafnar mættu á svæðið með sérstakan búnað til þess að dæla upp olíunni. Lögreglan í Keflavík rannsakar nú málið.

Tók hreinsunarstarfið ekki langan tíma en að sögn Bergs Sigurðssonar, fulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, mun þetta vera dieselolía sem lak í sjóinn væntanlega frá einhverju skipanna í höfninni.

„Lögreglan mun setja sig í samband við forsvarsmenn þeirra skipa sem eru í höfninni en þetta er mengunaróhapp sem mun ekki hafa langvarandi áhrif þar sem ekki er um þrávirk efni að ræða,“ sagði Bergur í samtali við Víkurfréttir í dag.

VF-myndir/ Jón Björn, [email protected]

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024