Olíuleki í Ránargötu í Grindavík
Um 17:30 í gærkvöldi varð óhapp við Ránargötu í Grindavík. Olíubíll frá Olíudreifingu hafði þá misst mikið af olíu á götuna og dreifðist olían um alla Ránargötubrekkuna og segja sjónarvottar að nokkur hundruð lítrar hafi lekið af bílnum. Slökkvilið Grindavíkur þurfti ekki að aka marga metra til að komast að óhappinu en lögreglan og slökkviliðið lokuðu svæðinu og hreinsunarstarf gekk greiðlega fyrir sig.
Myndir Pétur Reynisson