Olíugildrur settar upp umhverfis flutningaskip í Grindavíkurhöfn
Nú er unnið að því að setja upp olíugildrur umhverfis flutningaskipið Trinket, sem varð vélarvana í innsiglingunni til Grindavíkur í hádeginu. Björgunarsveitin Þorbjörn fékk útkall 12:47 um að skipið væri að stranda. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var einnig komin á vettvang og tilbúin til björgunarstarfa.Ekki er ljóst hvort einhver olía var farin að leka frá skipinu. Kafari er nú að kanna ástand skipsins. Skipið varð vélarvana í innsiglingarrennunni til Grindavíkur og björgun þess stóð mjög tæpa að sögn björgunarsveitarmanns sem Víkurfréttir ræddu við á vettvangi rétt í þessu.Myndin: Úr stjórnstöð bsv. Þorbjörns. Myndin tekin í gær þegar menn biðu þess sem verða vildi í óveðrinu.








