Olíuflutningar á Reykjanesbraut
				
				Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hefur lýst yfir áhyggjum sínum af flutningum eldsneytis á Reykjanesbraut. Svar samgönguráðherra við fyrirspurnum Hjálmars Árnasonar (B) þingmanns Reykjaneskjördæmis var kynnt á fundi nefndarinnar 18. janúar s.l. Björk Guðjónsdóttir (D) sagði á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í síðustu viku að hún hefði haft samband við olíufélögin og viljað fá tölur um olíuflutninga á brautinn, en engin svör fengið. Björk óskaði eftir að fá þessar tölur til að hægt væri að nota þær í skýrslu sem verið er að gera um málið.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				