Olíuflekkur í sjónum
Tilkynnt var um olíuflekk í sjónum út af Keflavík í nótt. Eyjólfur Magnússon hjá Hollustuvernd ríkisins sagðist hafa farið til Keflavíkur snemma í morgun og voru þá engin merki um olíuna. Talið er að um gasolíu hafi verið að ræða og brotnar hún fljótt niður í sjónum. Því er ólíklegt að nokkuð verði aðhafst í málinu.