Olíufélögin vilja í Helguvíkina
Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins hefur stungið upp á því við olíufélögin að þau fái afnot af oliutönkum Bandaríkjahers og NATÓ í Helguvík. Málið bíður nú afgreiðslu herndaðaryfirvalda NATÓ og bandarískra stjórnvalda.
Gagnrýnir seinagang
Utanríkisráðuneytið sendi bréf til olíufélaga og annarra hagsmunaaðila sumarið 1999 og bauð til kynningarfunda um hugmyndir bandarískra yfirvalda og til að kanna áhuga manna hér heima. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, hefur ítrekað lýst yfir áhuga um að fá að nýta sé aðstöðunahefur en gagnrýnir Varnarmálaskrifstofu fyrir seinagang við að svara ítrekuðu erindi félagsins.
Fáum svar fljótlega
Dagblaðið segir frá því sl. þriðjudag að Utanríkisráðuneytið hafi ekki hafið viðræður við einstaka aðila um afnot tankanna þar sem forsendur til þess hafi ekki verið fyrir hendi. Að sögn ráðuneytisins er málið sérstaklega flókið þar sem tankarnir eru í eigu tveggja aðila, þ.e. Atlandshafsbandalagsins og bandarískra stjórnvalda. Þessir tveir eigendur þurfa að semja um breytingar á notkun þeirra sín á milli áður en lengra er haldið. Ráðuneytið vonast til að afstaða eigenda um notkun tankann liggi fyrir fljótlega.
Mikið hagsmunamál
Margir Suðurnesjamenn telja Helguvíkurmálið vera mikið hagsmunamál fyrir svæðið. Ein helsta röksemd fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar hefur t.d verið miklir olíuflutningar um Brautina. Sumir hafa einnig bent á að grunnvant Suðurnesjamenn eyðileggist ef svo mikið sem einn olíuflutningabíll veltur út í hraun. Fjárhagsstaða hafna á Suðurnesjum er ekki góð en Hafnarsamlag Suðurnesja, HASS, segir að ef umferð olíuflutningabíla um Reykjanesbrautina verði hætt, þá fái Helguvíkurhöfn meiri tekjur og staða HASS vænkist.
Gagnrýnir seinagang
Utanríkisráðuneytið sendi bréf til olíufélaga og annarra hagsmunaaðila sumarið 1999 og bauð til kynningarfunda um hugmyndir bandarískra yfirvalda og til að kanna áhuga manna hér heima. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, hefur ítrekað lýst yfir áhuga um að fá að nýta sé aðstöðunahefur en gagnrýnir Varnarmálaskrifstofu fyrir seinagang við að svara ítrekuðu erindi félagsins.
Fáum svar fljótlega
Dagblaðið segir frá því sl. þriðjudag að Utanríkisráðuneytið hafi ekki hafið viðræður við einstaka aðila um afnot tankanna þar sem forsendur til þess hafi ekki verið fyrir hendi. Að sögn ráðuneytisins er málið sérstaklega flókið þar sem tankarnir eru í eigu tveggja aðila, þ.e. Atlandshafsbandalagsins og bandarískra stjórnvalda. Þessir tveir eigendur þurfa að semja um breytingar á notkun þeirra sín á milli áður en lengra er haldið. Ráðuneytið vonast til að afstaða eigenda um notkun tankann liggi fyrir fljótlega.
Mikið hagsmunamál
Margir Suðurnesjamenn telja Helguvíkurmálið vera mikið hagsmunamál fyrir svæðið. Ein helsta röksemd fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar hefur t.d verið miklir olíuflutningar um Brautina. Sumir hafa einnig bent á að grunnvant Suðurnesjamenn eyðileggist ef svo mikið sem einn olíuflutningabíll veltur út í hraun. Fjárhagsstaða hafna á Suðurnesjum er ekki góð en Hafnarsamlag Suðurnesja, HASS, segir að ef umferð olíuflutningabíla um Reykjanesbrautina verði hætt, þá fái Helguvíkurhöfn meiri tekjur og staða HASS vænkist.