Olíufélagið hf. og Björgunarbátasjóður Suðurnesja í samstarf
Björgunarbátasjóður Suðurnesja og Olíufélagið hf. ESSO undirrituðu í dag samstarfssamning um borð í björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein í Sandgerðishöfn. Samhliða samkomulaginu sem gert var í dag mun Olíugélagið hf. styðja rausnarlega við bakið á útgerð björgunarskipsins.Björgunarbátasjóður Suðurnesja mun kaupa allt eldsneyti af Olíufélaginu hf. ESSO sem á móti leggur til allar smurvörur um borð í Hannes Þ. Hafstein. Þá mun Olíufélagið hf. ESSO styðja myndarlega við bakið á útgerð Hannesar Þ. Hafstein. Við undirritun samkomulagsins í dag tilkynnti Olíufélagið hf. að það ætlaði að gafa átta flotvinnubúninga um borð í björgunaskipið, en hver búningur kostar um 30.000 kr.
Það voru þeir Sigfús Magnússon fyrir höns Björgunarbátasjóðsins og Ingvar Stefánsson frá Olíufélaginu hf. (og fyrrum aflaskipstjóri úr Grindavík) sem undirrituðu samstarfssamninginn.
Það voru þeir Sigfús Magnússon fyrir höns Björgunarbátasjóðsins og Ingvar Stefánsson frá Olíufélaginu hf. (og fyrrum aflaskipstjóri úr Grindavík) sem undirrituðu samstarfssamninginn.