Olíubrák í hjólförum á vatnsverndarsvæði
Tilkynnt var um olíubrák á Grindavíkurvegi í dag. Olíubrákin var vel sjáanleg í hljólförum á veginum að sögn lögreglunnar í Keflavík. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út til að hreinsa upp brákina og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja var gert viðvart, enda brákin á því svæði sem merkt hefur verið vatnsverndarsvæði og aðgátar krafist.Að sögn lögreglunnar var ekki um mikið magn að ræða en Heilbrigðiseftirlit og Brunavarnir ætluðu að skoða málið frekar.
Grindavíkurvegurinn var líka vettvangur hraðaksturs í dag en laganna verðir gómuðu einn á 124 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klst.
Grindavíkurvegurinn var líka vettvangur hraðaksturs í dag en laganna verðir gómuðu einn á 124 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klst.