Olíublautir fuglar á Suðurnesjum - Olía við Garðskaga
Hundruð fugla á frá Garðskagavita á Suðurnesjum að Njarðvíkurfitjum eru ataðir olíu segir Gunnar Þór Hallgrímsson líffræðingur. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. Hann skoðaði aðstæður í gær og segir marga fugla svo mikið olíublauta að þeirra bíði ekki annað en dauðinn.
Gunnar Þór segist hafa séð um það bil 150 olíublauta hettumáva, tugi æðarfugla og bjartmáva. Auk þess 10 tegundir, þar með talið sendling sem er vaðfug. Gunnar Þór sagðist ekki hafa orðið var við sérstaklega mikla olíu við Wilson Mooga. Mest hefði olían verið við Garðskaga.
Mynd: Fuglaskoðarar við Garðskaga. Mynd úr safni.