Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Olíublautir fuglar á Garðskaga: Engin finnst olían
Mánudagur 19. febrúar 2007 kl. 16:01

Olíublautir fuglar á Garðskaga: Engin finnst olían

Færri olíublautir fuglar hafa sést  í dag við Garðskagafjörur en var um helgina, að sögn Gunnars Þórs Hallgrímssonar, náttúrufræðings hjá Nátturustofu Reykjaness. Gunnar segir hugsanlegt að fuglarnir hafi fært sig um set.

Ein æðarkolla og bliki voru komin undir mannahendur í morgun vegna mengunarinnar og verða fuglarnir sendir til nánari skoðunar þar sem m.a. verður reynt að greina hvers kyns olían er. Enn sem komið er hefur ekkert komið fram sem gefur til kynna hvaðan olíumengunin er komin.

Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið nú eftir hádegið en áhöfn hennar varð ekki var við neina olíuflekki á sjó, skv. tilkynningu sem barst nú fyrir stundu.

Mynd: Gunnar Þór Hallgrímsson, náttúrufræðingur, skoðar hér æðarkollu sem varð fyrir olíumenguninni. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024