Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Olíu skvett á sýsluskrifstofu
Þriðjudagur 20. janúar 2009 kl. 09:43

Olíu skvett á sýsluskrifstofu



Aðalinngangur á skrifstofum Sýslumannsins í Keflavík var löðrandi í smurolíu þegar starfsfólk mætti til vinnu í morgun. Hafði olíunni verið skvett upp á hurðar og á tröppur við innganginn. Ekki er vitað hver var þarna að verki.

Verktaki var fenginn til að hreinsa upp olíuna og voru meðfylgjandi myndir teknar þegar sú aðgerð stóð yfir.




Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024