Olíu og varadekkjum stolið
Lögreglunni á Suðurnesjum var í gær tilkynnt um að um það bill hundrað lítrum af olíu hefði verið stolið af vinnuvél í Keflavík. Um var að ræða traktorsgröfu og var tankur hennar algerlega tómur þegar eigandinn ætlaði að fara að nota hana.
Þá var varadekkjum stolið af tveimur bifreiðum í umdæmi lögreglunnar. Málin eru í rannsókn.