Olíu dælt úr Wilson Muuga
Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar flutti í morgun dælur og mannskap út í Wilson Muuga í þeim tilgangi til að dæla leifum af svartolíu úr lestum skipsins. Olíumengun fannst í gær í sjávartjörnum ofan við fjöruna og eru menn frá Umhverfisstofnun að kanna það nánar.
Talið er að olían gæti hafa borist þaðan í Garðsjó þar sem sjófuglar hafi orðið fyrir henni en um helgina sást til fjölda olíublautra fugla meðfram ströndum á Garðaskaga og suður til Fitja.
Nú er stórstreymt og þá getur sú hætta verið fyrir hendi að olía leki úr skipinu þegar sjór vatnar undan því og þar með rifnum botngeymunum.
Mynd: elg