Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Olís í samstarf við Björgunarsveitina
Föstudagur 23. nóvember 2007 kl. 10:15

Olís í samstarf við Björgunarsveitina

Björgunarsveitin Suðurnes og Olís undirrituðu í síðustu viku samstarfssamning til þriggja ára.

Markmið samningsins er að styrkja og efla Björgunarsveitina Suðurnes. Nýtur Björgunarsveitin Suðurnes góðra afsláttarkjara af vörum hjá Olís en björgunarsveitin mun  sjá starfsmönnum Olís í Reykjanesbæ fyrir skyndihjálparkennslu og endurmenntun þegar þess er þörf.

Mun samningurinn gera rekstur björgunarsveitarinnar öflugari og styrkja áframhaldandi öruggt starf Björgunarsveitarinnar Suðurnes.

VF-mynd/Þorgils - Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Olís og Steinar Sigtryggson, framkvæmdastjóri Olís Njarðvík handsala samninginn við Sigurð Baldur Magnússon, formann Björgunarsveitarinnar Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024