Ólíklegt að gjaldtöku á gámaplönum verði hætt
- Gjaldið skilar 22-25 milljónum króna inn í rekstur Kölku á ári.
Erindi bæjarráðs Reykjanesbæjar til Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 22. ágúst 2013. hefur verið tekið fyrir í hinum fjórum sveitarfélögunum á Suðurnesjum sem koma að rekstri Sorpeyðinarstöðvar Suðurnesja. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar beindi þeim tilmælum til stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja að hætt verði að innheimta gjöld af einstaklingum á gámastöðvum félagsins og vísar í því sambandi m.a. til þess að góður árangur hafi náðst í rekstri stöðvarinnar.
Tekjur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja af gjaldtöku af einstaklingum á gámaplönum stöðvarinnar í Helguvík, Grindavík og Vogum eru 22-25 milljónir króna á ári, segir Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri Kölku í samtali við Víkurfréttir. Nú verður það verkefni stjórnar Kölku að taka ákvörðun um það hvort fallið verði frá gjaldtökunni. Það verður að teljast ólíklegt m.v. afgreiðslur bæjarráða Garðs, Sandgerðis, Voga og Grindavíkur.
Afgreiðsla málsins í bæjarráði Garðs:
„Með vísan til svokallaðrar mengunarbótareglu (Polluter pays principle) telur bæjarráð Garðs ekki óeðlilegt að þeir sem losa gjaldskylt sorp greiði fyrir þá þjónustu á gámaplönum Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Ef rekstur sorpeyðingarstöðvarinnar hefur svigrúm til lækkunar gjalda telur bæjarráð eðlilegt að sorpeyðingargjöld séu lækkuð almennt á íbúa á Suðurnesjum.“
Afgreiðsla málsins í bæjarráði Voga:
„Með vísan til svokallaðrar mengunarbótareglu (enska:Polluter pays principle) telur bæjarráð Voga ekki óeðlilegt að þeir sem losa gjaldskylt sorp greiði fyrir þá þjónustu á gámaplönum Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Ef rekstur sorpeyðingarstöðvarinnar hefur svigrúm til lækkunar gjalda telur bæjarráð eðlilegt að sorpeyðingargjöld séu lækkuð almennt á íbúa á Suðurnesjum.“
Afgreiðsla málsins í bæjarráði Grindavíkur:
„Með vísan til svokallaðrar mengunarbótareglu (enska:Polluter pays principle) telur bæjarráð Grindavíkurbæjar ekki óeðlilegt að þeir sem losa gjaldskylt sorp greiði fyrir þá þjónustu á gámaplönum Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Ef rekstur sorpeyðingarstöðvarinnar hefur svigrúm til lækkunar gjalda telur bæjarráð eðlilegt að sorpeyðingargjöld séu lækkuð almennt á íbúa á Suðurnesjum.“
Afgreiðsla málsins í bæjarráði Sandgerðis:
„Meirihluti bæjarráðs telur eðlilegt að innheimt séu hófleg notendagjöld við losun úrgangs á gámaplönum Sorpeyðingarstöðvarinnar, til að standa straum af kostnaði við förgun. Meirihluti bæjarráðs telur jafnframt að stjórn og framkvæmdastjóri félagsins séu best til þess fallin að meta hvort og hvernig breytingar á innheimtufyrirkomulagi gætu verið mögulegar.
Fulltrúar B- og D-lista taka undir tillögu bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að hætt verði að innheimta gjöld af einstaklingum á gámastöðvum Kölku.“