Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óli Stefán lenti í snjóflóði í Hvalnesskriðum
Mynd úr snjóflóðinu sem Óli Stefán birti í dag.
Mánudagur 4. febrúar 2019 kl. 16:56

Óli Stefán lenti í snjóflóði í Hvalnesskriðum

Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson lenti í snjóflóði í Hvalnesskriðum í morgun. Hann greinir frá atvikinu á Facebook-síðu sinni nú áðan.
 
„Það er óhætt að segja að þegar ég lagði af stað frá Hornafirði til Akureyrar í morgun hafi ég ekki átt von á því að lenda í snjóflóð. Það var þó raunin en ég bókstaflega keyrði inn í lifandi flóð í Hvalnesskriðunum. Ég var kominn það nálægt þegar ég sá skaflinn, sem var enn á hreyfingu, að ég pikkhélt í stýrið og brunaði inn í skaflinn,“ segir Óli Stefán í lýsingu á atvikinu.
 
Hann heldur áfram:„Ég sá ekkert hvert ég stefndi en fann að bíllinn lyftist upp að aftan. Þegar bíllið stöðvaðist sat hann fastur inn í miðjum skaflinum. Ég komst ekki út í fyrstu en þegar ég komst úr bílnum sá ég að þetta var töluvert flóð. Stálgrindverk sem komið hefur verið upp við veginn vegna grjóthruns úr skriðunum tók lungað af flóðinu“. 
 
Óli Stefán segir að fljótlega hafi komið þarna rútur að og áður en hann vissi af var allt fólkið komið út að hjálpa. 
 
„Í miðri hjálpinni þar sem menn voru að reyna að koma bílnum út sáum við hvar annað flóð fór af stað og það stefndi að annari rútunni. Þar stóð fólk á veginum og ef ekki hefði verið fyrir stálgrindverkið hefði flóðið sópað því niður í fjöru. Sem betur fer stöðvaðist það á grindverkinu en snjórinn spúaðist samt yfir fólkið sem kom sér undan“. 
 
Óli Stefán sagði þetta ótrúleg reynslu en segir það góða tilfinningu að finna hjálpsemi rútubílstjóranna, leiðsögumanna og allra túristanna á staðnum.
 
Fyrst var greint frá þessu á vef Vísis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024