Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óli Gott: Tek þá ákvörðun að stöðva ekki
Miðvikudagur 3. ágúst 2016 kl. 09:49

Óli Gott: Tek þá ákvörðun að stöðva ekki

Var handtekinn með soninn í bílnum - segir frá baráttunni við vímuefnin

Keflvíkingurinn Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sagði frá áralangri baráttu sinni við vímuefni í útvarspþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ólafur er á leið í meðferð en hann fékk nóg þegar hann var handtekinn fyrir framan fimm ára son sinn á dögunum eftir að hafa flúið undan lögreglu í íbúðarhverfi í Innri Njarðvík. Ólafur sagði frá atvikinu í útvarpsþættinum í morgun.

„Það sem gerist er að konan mín vinnur vaktavinnu og kemur heim á sunnudagskvöldi, agalega þreytt eftir þriggja daga vinnu. Hún segir að ég þurfi að sjá um að koma syni okkar á leikskóla daginn eftir. Þennan morgun fer ég eitthvað að útrétta í Keflavík og sækja vörur og svona. Þegar ég kem heim þá eru krakkarnir frammi að leika,“ segir Ólafur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þá spyr hún hvort Þór sé ekki enn farinn í leikskólann. Ég segist vera að fara með hann en hún segir mér að gera það ekki, Ég tek drenginn með mér út í bíl og á leiðinni sér lögreglan mig. Hún var þá búin að fá tilkynningu um að Óli gæti verið undir áhrifum. Þeir fylgdust með mér og ég var beðinn um að stöðva. Ég tók þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag,“ sagði Ólafur í viðtalinu sem hlusta má á hér.

Ólafur féll í febrúar og hefur verið í neyslu síðan. Mælirinn varð fullur núna á dögunum eftir að hann var handtekinn með son sinn í bílnum.