Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Óli á Stað GK til heimahafnar
  • Óli á Stað GK til heimahafnar
Þriðjudagur 14. október 2014 kl. 06:16

Óli á Stað GK til heimahafnar

– smábátur af stærstu gerð til Stakkavíkur

Óli á Stað GK-99 kom til heimahafnar í Grindavík á laugardag. Báturinn er smíðaður á Akureyri en það er bátasmiðjan Seigur sem smíðaði bátinn. Óli á Stað GK er 30 brúttótonna og 15 metra langur. Eigandi bátsins er Stakkavík í Grindavík.

Báturinn er útbúinn til línuveiða og er búinn línubeitingarvél. Óli á Stað GK er annar af tveimur samskonar bátum sem Seigur smíðar fyrir Stakkavík.

Séra Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, blessaði Óla á Stað GK við komuna til Grindavíkur á laugardagsmorgun.

Í áhöfn Óla á Stað GK verða fjórir til fimm menn en í bátnum eru fjórir tveggja manna klefar. Í bátnum er gott eldhús með setustofu þar sem hátt er til lofts en mikið er lagt upp úr góðri aðstöðu og þægindum fyrir áhöfnina.

Lestin í bátnum er stór og tekur 48 kör eða um 24 tonn af fiski. Báturinn er allur yfirbyggður og er gott vinnupláss á dekki. Fullbúinn með öllum tækjum kostar báturinn um 200 milljónir króna.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi þegar Óli á Stað GK kom til heimahafnar á laugardaginn síðasta.



Óli á Stað GK-99 kemur til hafnar í Grindavík sl. laugardag.







Séra Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, blessaði Óla á Stað GK við komuna til Grindavíkur.





Úr stýrishúsinu. Til vinstri sést niður í eldhúsið og matsal. Þar er sem sagt hátt til lofts og bjart.









Öll aðstaða á dekki er til fyrirmyndar.

Víkurfréttamyndir: © Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024