Ólga meðal slökkviliðsmanna
Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli eru mjög ósáttir við að kaupskrárnefnd varnarsvæða vísaði umræðu um greiðslur vegna reykköfunarálags út af fundi sínum á föstudag án skýringa. visir.is greindi frá.
Um síðustu áramót úrskurðaði Hæstiréttur að slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli skyldu fá greitt reykköfunarálag en þeir hafa barist fyrir því í tíu ár. Samkvæmt upplýsingum frá einum viðmælanda DV í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli er mikill seinagangur á störfum kaupskrárnefnda og „með ólíkindum hvernig hún starfar,“ eins og hann orðaði það.
Um síðustu áramót úrskurðaði Hæstiréttur að slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli skyldu fá greitt reykköfunarálag en þeir hafa barist fyrir því í tíu ár. Samkvæmt upplýsingum frá einum viðmælanda DV í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli er mikill seinagangur á störfum kaupskrárnefnda og „með ólíkindum hvernig hún starfar,“ eins og hann orðaði það.