Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölfus og Álftanes orðin aðilar að Fasteign hf.
Miðvikudagur 28. febrúar 2007 kl. 15:29

Ölfus og Álftanes orðin aðilar að Fasteign hf.

Sveitarfélögin Ölfus og Álftanes bættust fyrir skemmstu í hóp hlutahafa og leigutaka í eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. Þetta kemur fram á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Í Ölfusi er um að ræða byggingu inni- og útisundlaugar, íþróttavallar með hlaupabrautum, aðstöðu fyrir íþróttafélög og starfsmannaaðstöðu ásamt líkamsræktarstöð með heilsuræktarstöð. Mannvirkið er um 1900 m2 og hljóðar kostnaðaráætlun upp á kr. 680 milljónir. Verklok eru áætluð 15. júlí 2008.

Á Álftanesi leggur sveitarfélagið núverandi íþróttamiðstöð inn í Fasteign og félagið byggir við íþróttamiðstöðina viðbyggingu með nýrri inni- og útisundlaug. Um er að ræða mannvirki upp á samtals kr. 1.320.650.000 með eldri byggingu og nýbyggingu.  Afhending nýbyggingar er áætluð 20. desember 2008.

Með þessum samningum hafa 11 sveitarfélög gerst aðilar að Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. en þau eru ásamt Reykjanesbæ, Ölfuss og Álftanesi: Vestmannaeyjar, Garðabær, Sandgerðisbær, Grímsnes- og grafningshreppur, Sveitarfélagið Vogar, Fjarðarbyggð, Norðurþing og Seltjarnarnesbær.

Reykjanesbær stofnaði eignarhaldsfélagið Fasteign hf. ásamt Glitni árið 2003.

 

H: Vefur Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024