SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Ólafur Þór ráðinn sveitarstjóri á Tálknafirði
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 14. febrúar 2020 kl. 08:53

Ólafur Þór ráðinn sveitarstjóri á Tálknafirði

Ólafur Þór Ólafsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps og mun hefja störf í lok mars.

Á vef Tálknafjarðar segir þetta um Ólaf:
„Ólafur Þór er 47 ára stjórnsýslufræðingur, kennari og tónlistarmaður sem á ættir að rekja til sunnanverðra Vestfjarða. Hann er með áralanga og fjölbreytta reynslu af starfi og stjórnsýslu sveitarfélaga, var fyrst kjörinn bæjarfulltrúi í Sandgerðisbæ árið 2002 og var forseti bæjarstjórnar þess sveitarfélags 2010 til 2018. Hann hefur setið í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, var formaður þess um tíma og hefur verið formaður Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja frá upphafi. Frá árinu 2018 hefur hann verið formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Ólafur Þór átti um tíma sæti í stjórn Isavia og situr nú í stjórn Atvinnuþróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco. Að auki hefur hann komið að ýmsum trúnaðarstörfum í samstarfi sveitarfélaga bæði á lands- og svæðisvísu. Þá hefur hann starfað sem stjórnandi hjá Sandgerðisbæ, Hafnarfjarðarbæ og Sveitarfélaginu Vogum og var í nokkur ár forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum. Ólafur Þór mun láta af trúnaðarstörfum á vegum Suðurnesjabæjar þegar hann kemur til starfa á Tálknafirði.
 
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lýsir yfir ánægju með að fá svo reyndan sveitarstjórnarmann til liðs við sig og væntir mikils af störfum Ólafs Þórs.“

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025