Ólafur Þór lætur af formennsku en áfram í stjórn
Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi úr Kópavogi var kjörinn formaður stjórnar Sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar á aðalfundi þess sem fór fram í Reykjavík föstudaginn 12. október s.l. Hann tekur við formennsku af Ólafi Þór Ólafssyni sem hefur verið formaður frá árinu 2014.
Í stjórn með Pétri voru kjörin Guðrún Ögmundsdóttir frá Reykjavík, Magni Þór Harðarson frá Fjarðabyggð, Ólafur Þór Ólafsson úr Sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis og Silja Jóhannesdóttir úr Norðurþingi.