Ólafur Þór endurkjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar
Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi í Sandgerði, var endurkjörinn formaður Sveitarstjórnaráðs Samfylkingarinnar á aðalfundi hennar sem fór fram í Mosfellsbæ 4. febrúar sl. Þá var Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, kjörinn varaformaður. Með þeim tveimur í stjórn ráðsins voru kosin bæjarfulltrúarnir Anna Sigríður Guðnadóttir frá Mosfellsbæ, Elvar Jónsson frá Fjarðabyggð og Geirlaug Jóhannsdóttir frá Borgarbyggð.
Hlutverk Sveitarstjórnaráðs Samfylkingarinnar er að styðja kjörna sveitarstjórnarfulltrúa flokksins í þeirra störfum sem og að fjalla um þróun sveitarstjórnamála á hinum ýmsum sviðum þeirra.