Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ólafur Þór efstur hjá S-lista í Sandgerði
Sunnudagur 28. febrúar 2010 kl. 00:40

Ólafur Þór efstur hjá S-lista í Sandgerði

Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Samfylkingar og K-lista óháðra borgara í Sandgerði. Samtals greiddu 524 einstaklingar atkvæði en á kjörskrá voru rétt um 1100 manns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í fyrsta sæti hafnaði Ólafur Þór Ólafsson. Annar varð Sigursveinn Bjarni Jónsson og Guðrún Arthúrsdóttir varð í þriðja sæti.


Í fjórða sæti varð Þjóðbjörg Gunnarsdóttir og Sigríður Jónsdóttir í því fimmta. Helgi Haraldsson hafnaði í 6. sæti í prófkjörinu í dag.

Sameiginlegur framboðslisti mun bjóða fram undir listabókstafnum S, en samhliða prófkjörinu í dag var kosið um hvort nota ætti S eða K.



Mynd: Ólafur Þór Ólafsson er sigurvegari prófkjörsins í Sandgerði í dag.