Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ólafur Ragnar og Dorrit í Víkingaheimum
Þriðjudagur 19. júní 2012 kl. 15:08

Ólafur Ragnar og Dorrit í Víkingaheimum



Ólafur Ragnar og Dorrit ætla að sækja Suðurnesin heim á morgun miðvikudag 20. júní. Haldinn verður samræðufundur í Víkingaheimum í Reykjanesbæ klukkan 18:00 þar sem Ólafur Ragnar mun ræða um embætti forseta Íslands og framtíð íslensku þjóðarinnar. Þau munu ennfremur heimsækja fjölda vinnustaða á Suðurnesjum. Fundurinn og vinnustaðaheimsóknirnar eru liður í samræðu um allt land sem Ólafur Ragnar og Dorrit hafa tekið þátt í undanfarnar vikur í aðdraganda forsetakosninga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024