Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ólafur Ragnar með 63,4% í Suðurkjördæmi
Sunnudagur 1. júlí 2012 kl. 13:48

Ólafur Ragnar með 63,4% í Suðurkjördæmi


Ólafur Ragnar Grímsson fékk 63,4% atkvæða í Suðurkjördæmi þegar öll atkvæði höfðu verið talin. Þóra Arnórsdóttir var með 23,8% atkvæða í kjördæminu. Kjörsókn í kjördæminu var 68,3%.

Í Suðurkjördæmi greiddu 22.826 einstaklingar atkvæði. Ólafur Ragnar fékk 14.285 atkvæða, Þóra 5.366, Ari Trausti Guðmundsson 1.746, Herdís Þorgeirsdóttir 549, Andrea Ólafsdóttir 329 og Hannes 197 atkvæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auðir seðlar voru 308 og ógildir 26.