Ólafur Ragnar: Margt á réttri braut á Suðurnesjum
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands var á Suðurnesjum þar sem hann heimsótti vinnustaði og heilsaði upp á fólk. Þau hjón, Ólafur og Dorrit komu víða við. Hann segir heimsóknina til Suðurnesja hafi verið ánægjuleg og þrátt fyrir mótbyr sé margt á réttri braut á svæðinu. Ólafur segir heimsóknina til Suðurnesja hafi verið ánægjuleg og þrátt fyrir mótbyr sé margt á réttri braut á svæðinu. Það sé meiri þróttur og meira að gerast en almennt sé haldið fram. Suðurnesjamenn þurfi að vera duglegri að koma á framfæri mörgu því góða sem sé í gangi.
Ólafur tekur sem dæmi uppbygginguna á Ásbrú, gamla flugvallarsvæðinu. Hann segir það skemmtilegt að verða vitni að mikilli uppbyggingu sem margir aðilar taka þátt í, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar. Ólafur segir í viðtalinu frá því helsta sem Suðurnesjamenn spurðu hann út í, í heimsókn hans og nefnir þar t.d. málskotsréttinn og fleira.