Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ólafur Örn verður bæjarstjóri að nýju í Grindavík
Sunnudagur 6. desember 2009 kl. 21:54

Ólafur Örn verður bæjarstjóri að nýju í Grindavík

Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri grænir hafa samið um nýtt meirihlutasamstarf í Grindavík.

„Flokkarnir eru sammála um að starfa saman til loka kjörtímabils með Ólaf Örn Ólafsson sem bæjarstjóra. Hvað varðar málefni eru flokkarnir m.a. ásáttir um að vinna samkvæmt auðlindastefnu Grindavíkurbæjar í orkumálum, undir forustu forseta bæjarstjórnar.

Flokkarnir munu standa vörð um þá stefnu að styðja við íbúa sína á krepputímum. Þetta verður gert með því að standa vörð um atvinnulífið í Grindavík ásamt því að laða til bæjarins ný atvinnutækifæri. Þrátt fyrir miklar hækkanir verðlags er ætlunin að hafa því sem næst óbreytta gjaldskrá. Þá er einhugur í meirihlutanum um það að hefja skólastarf í Menntaskóla Grindavíkur haustið 2010“, segir í tilkynningu frá nýja meirihlutanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hörður Guðbrandsson verður forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Pálsson verður formaður bæjarráðs.