Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 30. nóvember 2000 kl. 10:15

Ólafur biskup segir frá-og dregur ekkert undan

Út er komin bókin um Ólaf Skúlason biskup. Í bókinni rifjar hann upp æviminningar sínar í samtali við séra Björn Jónsson , fyrrverandi sóknarprest í Keflavík.
Ólafur var prestur í Norður-Dakota í Bandaríkjunum og í Bústaðasókn og varð fyrsti æskulýðsfulltrúi kirkjunnar. Þá var hann kjörinn til fjölmargra trúnaðarstarfa. Hann var t.a.m. formaður Prestafélags Íslands, dómprófastur í Reykjavík og vígslubiskup í Skálholti áður en hann varð biskup Íslands 1989. Ólafur var einnig um skeið í stjórn Lútherska heimssambandsins og ferðaðist þá m.a. til Indlands og Brasilíu.
Í bókinni greinir Ólafur frá fjölskyldu sinni og uppvexti í Keflavík og lýsir kynnum sínum af fjölmörgu fólki. Hann dregur ekki fjöður yfir ýmis konar átök sem áttu sér stað innan kirkjunnar á starfstíma hans.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024