Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ólafur Árni Halldórsson í framboði til stjórnlagaþings
Fimmtudagur 14. október 2010 kl. 16:45

Ólafur Árni Halldórsson í framboði til stjórnlagaþings

Ólafur Árni Halldórsson, grafískur hönnuður, búsettur í Innri Njarðvík hefur tilkynnt framboð til stjórnlagaþings.

Í kynningu um Ólaf Árna segir:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grafískur hönnuður, BFA. Hef verið sl. ár að koma af stað eigin rekstri í sápugerð og námskeiðahaldi. Undanfarin ár starfað mikið við kennslu í hönnun, smíði og myndmennt á grunnskólastigi. Fyrr á árum mest unnið við útgerð og fiskvinnslu auk húsasmíði. Hef mjög lengi lagt stund á ýmis félagsstörf.

Eins og allir Íslendingar á ég mikilla hagsmuna að gæta í því að stjórnarskrá lýðveldisins sé svo úr garði gerð að við getum sem þegnar lifað í samfélagi okkar við frelsi og réttlæti, kærleika og frið, víðtækt jafnrétti, samhyggð og umhyggju.

Ég vil leggja lið gerð tillögu að stjórnarskrá sem verður traustur grunnur sem samfélag okkar byggir á. Legg þunga áherslu á að við eignumst stjórnarskrá sem verður „Sómi Íslands sverð þess og skjöldur“ um langa ókomna tíð.

Ólafur Árni Halldórsson
Guðnýjarbraut 11, 260 Reykjanesbær

http://www.facebook.com/pages/Olafur-Arni-Halldorsson-til-stjornlagabings/141422642570055
www.olafs.webs.com
www.sapan.is