Sunnudagur 18. maí 2008 kl. 10:23
Ólæti og ölvun í miðbænum
Einhver órói var í fólki í miðbæ Reykjanesbæjar í nótt og hafði lögregla í mörgu að snúast vegna slagsmála og óláta í bænum. Þrír fengu gistingu í fangaklefa fyrir þær sakir. Lögregla var fimm sinnum kölluð til vegna hávaða í heimahúsum.