Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Óla Geir dæmdar bætur
Fimmtudagur 31. janúar 2008 kl. 09:45

Óla Geir dæmdar bætur

Arnar Laufdal og Fegurðarsamkeppni Íslands voru í gær dæmd til að greiða athafnamanninum Ólafi Geir Jónssyni bætur upp á 500 þús krónur fyrir að hafa svipt hann titlinum Herra Ísland árið 2005.

Niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur var á þann veg að ólögmætt hafi verið að svipta Ólaf titlinum og sú gjörð hafi verið meiðandi fyrir persónu hans. Því beri Arnari og fegurðarsamkeppninni að greiða fyrrnefndar bætur sem og málskostnað að upphæð kr. 679.675 til ríkissjóðs.

Í tilkynningu frá lögmanni Ólafs er lýst yfir ánægju með dóminn þar sem sviptingin hafi verið ólögmæt og meiðandi fyrir Ólaf.

Annars er það að frétta af Ólafi að umboðsfyrirtæki hans, agent.is, fagnar senn eins árs afmæli og verður haldið upp á það með tveimur stórveislum, á NASA á morgun og í Sjallanum á Akureyri á sunnudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024