Ökuþór með amfetamín í vasanum
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gær afskipti af ökumanni vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Hann viðurkenndi að vera undir áhrifum þeirra og var handtekinn og færður á lögreglustöð, þar sem sýnatökur fóru fram.
Maðurinn, sem er rúmlega tvítugur að aldri, afhenti lögreglu jafnframt amfetamín sem hann var með í peysuvasa sínum. Við leit í bifreið hans fannst enn meira amfetamín, sem hann hafði komið fyrir í bakpoka sínum svo og í kortaveski í aftursæti. Maðurinn, sem margoft hefur komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnaaksturs og einnig ofsaaksturs, ók einnig sviptur ökuréttindum.
Annar ökumaður, sem lögregla hafði afskipti af ók einnig undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur staðfestu neyslu hans á kannabis og amfetamíni