Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökuskírteinislaus og á alltof miklum hraða
Á Reykjanesbrautinni ofan Keflavíkur og Njarðvíkur er 70 km. hámarkshraði.
Þriðjudagur 31. janúar 2017 kl. 15:45

Ökuskírteinislaus og á alltof miklum hraða

Átta ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 132 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. 
 
Annar sem ók vel yfir 100 km. hraða þar sem hámarkshraði er 70 km. gat ekki framvísað ökuskírteini þegar hann var beðinn um það. Eftir að lögreglumenn höfðu lesið honum lífsreglurnar og kannað ökuréttindi fékk hann frelsi að nýju en á von á sekt fyrir athæfið, eins og raunar allir hinir sem óku yfir leyfilegum hámarkshraða.
 
Þá var einn ökumaður til viðbótar færður á lögreglustöð vegna gruns um ölvunarakstur og enn annar ók sviptur ökuréttindum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024