Ökuréttindalaus í umferðinni
Í gærkvöld stöðvuðu Lögreglan í Keflavík ökumann sem eigi hafði ökuréttindi en þeim hafði hann verið sviptur áður. Var viðkomandi færður til lögreglustöðvar þar sem skýrsla var tekin af honum. Að henni lokinni var ökumaðurinn frjáls ferða sinna en má reikna með að einhverjar tafir verði á því að hann verði á ný handhafi ökuskírteinis.