Ökuníðingur tekinn á ofsahraða
Ökuníðingur var í gærkvöldi tekinn á Reykjanesbrautinni á 177 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Sérsveitarmaður frá RLS mældi hraða ökumannsins og var hann stöðvaður skömmu síðar. Hann var færður á lögreglustöðina við Hringbraut þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Fjölmargar tilkynningar höfðu borist lögreglunni á Suðurnesjum um ofsaakstur ökuníðingsins.