Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ökuníðingur tekinn á flótta undan lögreglu
Sunnudagur 31. desember 2006 kl. 11:44

Ökuníðingur tekinn á flótta undan lögreglu

Skömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöldi hugðist lögregla stöðva bifreið á Sandgerðisvegi vegna hraðaksturs. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók áleiðis til Keflavíkur. Fleiri lögreglubifreiðar tóku þátt í eftirförinni og náðist að stöðva ökumann á Hringbraut skammt frá Mánatorgi. Ökumaður, sem var alsgáður, gaf þá skýringu að hann væri "tæpur á punktum". Sami ökumaður var svo stöðvaður í Keflavík um nóttina á 98 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.

Í nótt þurfti lögregla svo að sinna þremur verkefnum vegna skotelda. Í einu tilfelli hafði verið settur flugeldur í púströr bifreiðar. Skemmdist púströrið nokkuð vegna þess.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt vegna ölvunaraksturs.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024