Ökuníðingur tekinn á 182 km hraða
Suðurnesjalögreglan stöðvaði í gærkvöld för ökuníðings á Reykjanesbraut eftir að hann var mældur á 182 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.Var tilræðismaðurinn fluttur á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum. Hinn dómgreindarlausi ökuníðingur má búast við 300 þúsund króna sekt og dómsmáli.
Sex aðrir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í gær og einn var tekinn í nótt grunaður um ölvun undir stýri.






