Ökuníðingur tekinn á 170 km hraða
Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökuníðing á Reykjanesbraut í gær en hann hafði verið mældur á 170 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Um var að ræða karlmann á þrítugsaldri og var hann færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Þaðan fór hann ökuréttindalaus enda kom ekki annað til greina en að svipta hann ökuleyfi til bráðabrigða.
Tveir ökumenn til viðbótar voru stöðvaðir á Grindavíkurvíkurvegi af sömu sökum og var annar þeirra á 123 km. hraða.
Tveir ökumenn til viðbótar voru stöðvaðir á Grindavíkurvíkurvegi af sömu sökum og var annar þeirra á 123 km. hraða.