Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ökuníðingur með stolnar kjúklingabringur
Föstudagur 20. nóvember 2015 kl. 11:00

Ökuníðingur með stolnar kjúklingabringur

Ógætilegur akstur er ekki aðeins til þess fallinn að skapa hættu í umferðinni heldur getur hann haft ýmsar aðrar afleiðingar í för með sér, að því er kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Ökumaður á Suðurnesjum sýndi á dögunum af sér vítavert gáleysi þegar hann ók á fleygiferð fram úr bifreið sem var að hleypa ökutæki inn á akbraut frá hliðargötu. Þegar lögreglan á Suðurnesjum fór að ræða við hinn ógætna ökumann kom í ljós að hann hafði meira óhreint mjöl í pokahorninu. Í aftursæti bifreiðar hans fundust nefnilega fimm kjúklingabringur sem hann viðurkenndi að hafa stolið úr Nettó.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024