Ökuníðingur játar hraðakstur

Enn sem komið er neitar ökumaðurinn þó að hafa ekið á þeim hraða sem hann er sakaður um þó hann játi að hafa verið á ólöglegum hraða. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag var bíllinn einnig illa útbúinn, á gatslitnum dekkjum og án hljóðkúts. Í skoðun sem lögregla lét fara fram var bíllinn dæmdur óhæfur til aksturs.
Maðurinn verður væntanlega sviptur ökuréttindum á næstunni.