Ökuníðingur á torfæruhjóli í Garði
Á laugardagskvöld bárust nokkrar tilkynningar til lögreglu um háskalegan akstur manns á torfærubifhjóli í Garði. Ók þessi aðili víða um bæinn og m.a. um göngustíga. Í sumum þessara ferða var einnig farþegi á hjólinu. Lögregla náði þó ekki að hafa hendur í hári ökumanns en grunar ákveðinn aðila um aksturinn.
Lögregla hafði einnig afskipti af ökumanni í Njarðvík vegna brots á biðskyldu þegar bifreiðinni var ekið í veg fyrir lögreglubifreiðina.
Lögregla hafði einnig afskipti af ökumanni í Njarðvík vegna brots á biðskyldu þegar bifreiðinni var ekið í veg fyrir lögreglubifreiðina.