Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ökumenn virða ekki stöðvunarskyldu á Fitjum
Sunnudagur 6. nóvember 2011 kl. 15:11

Ökumenn virða ekki stöðvunarskyldu á Fitjum

Lesandi hafði samband og lýsti áhyggjum sínum af því að umferðarmenningu á Reykjanesbraut við Fitjar. Lesandinn sem er atvinnubílstjóri sem fer a.m.k. tvær ferðir á dag um Reykjanesbrautina og segir í bréfi til Víkurfrétta að hann hafi margoft lent í því að ekið væri í veg fyrir hann þar sem Stekkur tengist Reykjanesbrautinni á Fitjum. Hann hafi því tekið sig til og vaktað gatnamótin um stund og fylgst með umferðinni. Það kom honum á óvart hversu margir virtu ekki stöðvunarskyldu á gatnamótunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Ég gaf mér 10 mínútur í þetta og á þeim tíma óku 62 ökutæki inn á Reykjanesbrautina frá Stekk og þar af stoppuðu aðeins 30 bílar á stöðvunarskyldunni og af þeim hefðu mjög líklega ekki nema tæplega helmingur stoppað ef ekki hefði verið fyrir umferð sem það varð að stoppa.


Þetta segir mér það að löggæslan mætti vera mikið betri á svona stöðum, og skora ég á lögregluna að gefa sér tíma í að fylgjast með þessum gatnamótum, sem og öðrum stöðvunarskyldu-gatnamótum og sekta þá sem ekki virða þetta því þetta endar bara á einn veg. Ég vil ekki þurfa að horfa uppá mjög alvarlegt slys þegar ég ek þarna um einhvern daginn, en með þessu áfrmhaldi þá verður það, það er ekki spurning hvort, heldur hvenær,“ segir í bréfinu til Víkurfrétta.


Myndin sýnir hvar gatnamótin tengjast Reykjanesbaut. Þeim hefur þó verið breytt lítilsháttar síðan þessi mynd var tekin en komin er lengri afrein af Reykjanesbrautinni við Stekk.