Ökumenn undir áhrifum fíkniefna
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann vegna gruns um að viðkomandi æki undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn, rúmlega tvítug kona, reyndist hafa neytt kannabisefna, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Fyrr í vikunni hafði lögregla haft afskipti af þessum sama ökumanni af sama tilefni og leiddu sýnatökur þá í ljós neyslu á kannabis og amfetamíni.
Þá var ökumaður innan við tvítugt stöðvaður og færður á lögreglustöð. Hann hafði neytt kannabisefna. Loks var karlmaður á fimmtugsaldri færður á lögreglustöð, eftir að akstur hans hafði verið stöðvaður. Sýnatökur staðfestu undangengna neyslu hans á amfetamíni.