Ökumenn sektaðir fyrir að stöðva ekki við gangbrautir
Eitt af því sem vegfarendur munu taka eftir við skólana í Reykjanesbæ næstu daga verða vel merktir lögregluþjónar við alla skóla. Þeir munu greiða fyrir umferð gangandi vegfarenda. Jóhannes A. Kristbjörnsson, lögreglumaður, benti á við formlega setningu umferðar- og öryggisátaksins í dag, að ökumenn verði sektaðir fyrir það að stöðva ekki við gangbrautir.
Á sama hátt er þeim sem fara yfir gangbrautir bent á að yfir þær á að ganga en ekki ekki hjóla eða renna sér á hlaupahjólum.
Á sama hátt er þeim sem fara yfir gangbrautir bent á að yfir þær á að ganga en ekki ekki hjóla eða renna sér á hlaupahjólum.